top of page
SFR_6.gif

Vorstarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2026

ANM_GP_Orleans 2025_5.jpeg

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Andri Nikolaysson Mateev er Skylmingamaður ársins í tíunda sinn.

 

Hann sigraði alla andstæðinga sína á Opna Norðurlandameistaramótinu (Nordic Fencing Festival) með miklum yfirburðum. Mótið var einstaklega fjölmennt en yfir 1.000 keppendur frá 27 þjóðum tóku þátt og er þetta eitt stærsta mót sinnar tegundar frá upphafi.

Andri hafnaði í 3. sæti á Viking Cup Heimsbikarmótinu, eitt það sterkasta sem haldið hefur verið á Íslandi.

Á Heimsbikarmóti í Budapest 2025, náði hann 36. sæti af 300 keppendum, sem er besti árangur íslensks skylmingamanns á Grand Prix móti.

 

Andri Nikolaysson hefur verið lykilmaður okkar í karlalandsliðinu síðustu 10 árin, sem hafnaði í 12. sæti á Evrópuleikunum 2023 og í 11. sæti á Evrópumeistaramótinu 2024 í Basel. 

Sækja PDF
IMG_3386.jpeg

Íþróttafólk Reykjavíkur

Í dag voru veitt verðlaun fyrir íþróttastjörnu og íþróttalið ársins 2025 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun fyrir íþróttastjörnu ársins eru veitt. Helsta breytingin er sú að tilnefningarnar eru ekki lengur kynjaskiptar.

Andri Nikolaysson, Skylmingafélag Reykjavíkur var einn af 16 íþróttamönnum sem hlutu tilnefningu.

Sækja PDF
skylmingar_logo.jpg

Íslandsmót í skylmingum með höggsverði fyrir börn, unglinga og fullorðna 13. desember, Skylmingamiðstöð í Laugardal

Þann 13. desember verður haldið Íslandsmót í skylmingum með höggsverði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal (Baldurshagi). 

Skráning og keppnisgjald

Við hvetjum alla til að taka þátt! Skráningafrestur er til 10. desember 2025

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu, vinsamlega sendið svar með nafni, kennitölu og félagi á: skylmingakeppni@gmail.com

0W5A8498-2.jpg

Gleðileg tímamót í íslensku íþróttalífi!

Launasjóður íþróttafólks var kynntur í dag þar sem afreksíþróttafólk, sérsambönd og leiðtogar úr íþróttahreyfingunni kom saman og fagnaði þessum áfanga. Í fyrsta sinn mun afreksíþróttafólk nú fá laun fyrir vinnu sína sem íþróttafólk. Hægt var að stíga þetta stóra skref í kjölfar viðbótar fjárframlags frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til afreksíþrótta á síðasta ári.

IMG_3060.jpeg

Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk vegna undirbúnings fyrir Los Angeles 2028

Níu íþróttamenn frá sjö sérsamböndum ÍSÍ fá styrk frá Ólympíusamhjálpinni að þessu sinni og er um að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega vegna kostnaðar sem til fellur vegna æfinga og keppni. Tveir íþróttamenn af þessum níu fá 1350 dollara á hverjum mánuði, Snæfríður Sól Jórunnardóttir sundkona og Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona. Hin sjö fá 900 dollara á mánuði í styrk. Styrktímabil hófst þann 1. september 2025 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt.

Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Los Angeles 2028 eru:

Eygló Fanndal Sturludóttir (ólympískar lyftingar)
Snæfríður Sól Jórunnardóttir (sund, skriðsund)
Hákon Þór Svavarsson (skotíþróttir, skeet)
Andri Nikolaysson (skylmingar, höggsverð)
Sindri Hrafn Guðmundsson (frjálsíþróttir, spjótkast)
Erna Sóley Gunnarsdóttir (frjálsíþróttir, kúluvarp)
Thelma Aðalsteinsdóttir (fimleikar, áhaldafimleikar)
Snorri Dagur Einarsson (sund, bringusund)
Leo Speight (taekwondo -68kg)

SFR.gif

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2025

IMG_3023.jpeg

VIKING CUP 2025 - WORLD CUP  SATELLITE

Frábær árangur Andra Nikolayssonar á Viking CUP 2025 í Reykjavík um helgina

 

Um helgina var Viking Cup 2025 haldið í höggsverði karla og kvenna í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Mótið er hluti af heimsbikarkeppni Alþjóðaskylmingasambandsins og gefur stig á heimslista fyrir efstu 20 keppendur í báðum flokkum.

Andri_Verðlaunaafhending_1.jpeg

NORDIC FENCING FESTIVAL - OPNA NORÐURLANDAMEISTARAMÓT Í SKYLMINGUM

Glæsilegur árangur Andra Nikolayssonar á Opna Norðurlandameistaramótinu

 

Dagana 28.–31. ágúst fara fram Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum (Nordic Fencing Festival) í Kaupmannahöfn. Mótið var einstaklega fjölmennt en yfir 1.000 keppendur frá 27 þjóðum tóku þátt og er þetta eitt stærsta mót sinnar tegundar frá upphafi. Keppt er í öllum þremur vopnategundum skylminga: lagsverði, stungusverði og höggsverði.

Ísland á þar 12 keppendur sem taka þátt í hinum ýmsu flokkum og sýndu flottan árangur. 

sfr.jpg

SUMAR 2025

SFR Deildir:

Ólympískar Skylmingar (SFR-ÓS), HEMA Skylmingar (SFR-HEMA) og Geislasverð Skylmingar (SFR-GS)

096c3e94-3d69-456a-a09e-e748c168c1f8.jpeg

Aðalfundur Skylmingafélags Reykjavíkur  og Foreldrafélags Skylmingafélags Reykjavíkur

Aðalfundir Skylmingafélags Reykjavíkur og foreldrafélags SFR verða haldir mánudaginn 19. maí 2025, kl. 18:00 í Skylmingamiðstöð í Laugardal.

 

Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og forráðamenn þeirra að mæta og taka þátt í fundarstörfum.

SFR.jpg

Vorstarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2025

Sækja PDF
IMG_2852.jpeg

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

 

Andri Nikolaysson Mateev er Skylmingamaður ársins í níunda sinn.

Hann varð sigurvegari á Viking Cup Heimsbikarmótinu.

Hann var lykilmaður okkar í karlalandsliðinu sem varð í 11 sæti á Evrópumeistaramótinu Basel 2024.

Andri hafnaði í 35. sæti á Evrópumeistaramótinu 2024 og er þetta besti árangur karla í íslenskum skylmingum á EM.

Á Grand Prix móti í Seoul 2024, náði Andri 35. sæti af 200 keppendum, sem er besti árangur íslensks skylmingamanns á Grand Prix móti.

Andri Nikolaysson er í 35 sæti á lista Evrópska skylmingasambandsins og 90 sæti af 753 keppendum á heimslista.

1.jpeg

EVRÓPUMEISTARAMÓT Í SKYLMINGUM

Dagana 18-23 júní var haldið Evrópumeistaramótið í skylmingum í Basel í Sviss. Mótið var geysi sterkt og ekki síst viðamikið en þátttakendur voru fleiri en 500 frá 40 löndum.

Það er mikill heiður fyrir Ísland og íslenskt skylmingarfólk að fá að taka þátt í þessu sterka og umfangsmikla heimsmeistaramóti.

 

Andri Nikolaysson hafnaði í 35 sæti af 75 keppendum og er þetta besti árangur karla í íslenskum skylmingum á EM. Glæsilegur árangur hjá karlalandsliðinu – 11 sæti.

SFR_6.gif

Aðalfundur Skylmingafélags Reykjavíkur  og

Aðalfundur Foreldrafélags Skylmingafélags Reykjavíkur

Aðalfundir Skylmingafélags Reykjavíkur og foreldrafélags SFR verða haldir mánudaginn 20. maí 2024, kl. 18:00 í Skylmingamiðstöð í Laugardal.

 

Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og forráðamenn þeirra að mæta og taka þátt í fundarstörfum.

SFR_6.gif

Vorstarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2024

Sækja PDF
ANM.jpeg

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Andri Nikolaysson Mateev er Skylmingamaður ársins í áttunda sinn.
Hann var lykilmaður okkar í karlalandsliðinu sem varð í 12 sæti á Evrópuleikunum og Evrópumeistaramótinu 2023.
Andri hafnaði í 55 sæti af 200 keppendum á Heimsmeistaramótinu í Milan og er þetta besti árangur karla í íslenskum skylmingum á HM.
Andri Nikolaysson er fluttur til Sofíu, í Búlgaríu og er að æfa með Ólympíuhópnum þar. Hans aðalmarkmið er að ná þátttökurétti á leikunum og leggur hann mikið á sig í að keppa í París árið 2024.

SFR.gif

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2023

SFR.gif

Aðalfundur Foreldrafélags Skylmingafélags Reykjavíkur

Aðalfundur Foreldrafélags SFR verður haldinn miðvikudaginn 1. janúar 2023, kl. 19:30 í Skylmingamiðstöð í Laugardal.

 

Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og forráðamenn þeirra að mæta og taka þátt í fundarstörfum.

SFR.gif

Vorstarf Skylmingafélags Reykjavíkur 2023

Námskeið Vor 2023

 

---)------    Byrjendur / Framhald 7-13 ára

---)------    Beginner Fencing Course for children 7-13 years old

 

---)------    Byrjendanámskeið fyrir unglinga og fullorðna

---)------    Beginner Fencing Classes for youth and adults

 

---)------    Keppnishópur 8-13 ára

---)------    Afreks- og fullorðinshópur

UKR_ISL.png

Skemmtidagur fyrir fjölskyldur frá Úkraínu

Fimmtudaginn 19. maí ætlar KSÍ að efna til skemmtidags á Laugardalsvelli fyrir fjölskyldur frá Úkraínu og annað flóttafólk. Skemmtidagskrá verður í gangi frá kl. 13:00-16:00.

Þjálfarar frá KSÍ bjóða upp á knattspyrnuþrautir og leiki á grasvellinum sjálfum, og alls konar þrautir og leikir verða í kringum völlinn. Skylmingafélag Reykjavíkur, sem er með sína aðstöðu undir stúkunni á Laugardalsvelli, býður gestum að kynnast starfsemi sinni og auðvitað verður hoppukastali á svæðinu.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala og þetta verður alvöru sumarpakki fyrir hressa krakka/alla fjölskylduna. 

sfr.jpg

Aðalfundur Skylmingafélags Reykjavíkur  og

Aðalfundur Foreldrafélags Skylmingafélags Reykjavíkur

Aðalfundir Skylmingafélags Reykjavíkur og foreldrafélags SFR verða haldir mánudaginn 21. maí 2022, kl. 13:00 í Skylmingamiðstöð í Laugardal.

Reykjavík, 6. maí 2022

skylmingar_logo.jpg

SKY þing 2022_seinna fundarboð

Skylmingaþing verður haldið fimmtudaginn 12. maí n.k., kl. 18:00-20:00 í sal D í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

skylmingar_logo.jpg

SKY þing 2022_fyrra fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga SKY, er hér með boðað til 9. Skylmingaþings.

Skylmingaþing verður haldið fimmtudaginn 12. maí n.k., í sal E í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 108 Reykjavík.

2-1.jpeg

Heimsmeistaramót unglinga og ungmenna

Dagana 2. – 10. apríl n.k. verður Heimsmeistaramót unglinga (U17, 17 ára og yngri) og ungmenna (U20, 20 ára og yngri) í skylmingum haldið í Dubai, í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Tveir unglingar á aldrinum 16 til 18 ára hafa verið valdir til þátttöku fyrir hönd Íslands og keppa þeir í skylmingum með höggsverði og stungusverði.

Þrátt fyrir ungan aldur eru þetta allt margverðlaunaðir skylmingarmenn bæði hérlendis sem og erlendis enda eru hér bæði Íslandsmeistarar og Norðurlandameistarar á ferðinni.

imageedit_4_7522866126.gif

Jólakveðja

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár!

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári!

Jólakveðja, Skylmingafélag Reykjavíkur

ANM.JPG

Skylmingamaður ársins er Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur

Andri Nikolaysson Mateev er Skylmingamaður ársins í fimmta sinn. Hann varð RIG meistari á árinu. Síðastliðinn september hóf Andri starfsemi sína í Ólympíuhópi Christian Bauer í Frakklandi. Christian hefur unnið allt að 5 ólympíugullum sem þjálfari og er það afar mikill heiður að fá að vinna með honum. Andri var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í sumar og endaði hann þar í fimmta sæti af 24 sterkum keppinautum í Evrópu þar sem aðeins eitt aukasæti er gefið. Hans aðalmarkmið er að ná þátttökurétti á leikunum og leggur hann mikið á sig í að keppa í París árið 2024.

1.jpg

Nikolay Mateev endurkjörinn í stjórn Evrópska Skylmingasambandsins (EFC) og var endurskipaður varaforseti EFC til næstu þriggja ára

Kosningaþing Evrópska Skylmingasambandsins var haldið þann 10-11 september í Sochi, í Rússlandi. Nikolay Ivanov Mateev formaður Skylmingasamband Íslands, var fyrst kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópska skylmingasambandsins (EFC) árið 2009 og hefur setið í stjórn sambandsins óslitið síðan.

Stanislav Pozdnyakov frá Rússlandi var endurkjörinn forseti EFC, hann er fjórfaldur Ólympíumeistari í skylmingum. Stanislav Pozdnyakov  er einnig forseti Ólympíunefndar Rússlands.

Nikolay hefur setið í nefnd Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) um kynningar-, samskipta- og markaðsmál allt frá árinu 2008 og er núverandi formaður þeirrar nefndar.

 

Það er mikill fengur fyrir íslenska skylmingahreyfingu að hafa Nikolay í þessum embættum og heiður fyrir íslenska íþróttahreyfingu að eiga fulltrúa í æðstu stjórn skylmingaíþróttarinnar í Evrópu og heiminum.

 

P_LA.jpg

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur

Keppnishópur 8-13 ára

Afreks- og fullorðinshópur

Haustönnin er frá 17. ágúst og fram til 21. desember og kostar 34.000 kr. (æfingagjald: 32.000 kr. + félagsgjald : 2.000 kr.).

Systkinaafsláttur er kr. 2.000,- á mann. Félagsgjald fer til kaupa á skylmingaútbúnaði, sérstaklega fyrir unga skylmingamenn og standa straum af kostnaði við mót.

 

Mánudagur og miðvikudagur: 

18:00 – 20:00                      Tækniæfingar

Föstudagur:

17:00 – 18:30                      Tækniæfingar / Þrek og þol

Laugardagur:

11:00 – 13:00                      Keppnislíkar æfingar

Einkatímar / Tækniþjálfun (val)

BUF.JPG

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur

Byrjendanámskeið fyrir unglinga og fullorðna

Beginner Fencing Classes for youth and adults

Byrjendur / Framhald 14+

Haustönnin er frá 25. ágúst og fram til 17. desember og kostar 30.000 kr. (æfingagjald: 28.000 kr. + félagsgjald : 2.000 kr.)

Systkinaafsláttur (hjónaafsláttur) er kr. 2.000,- á mann. Félagsgjald fer til kaupa á skylmingaútbúnaði, sérstaklega fyrir unga skylmingamenn og standa straum af kostnaði við mót.

Hægt er að fá lánaðan allan búnað frá Skylmingafélaginu til að byrja með. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, vinsamlega sendið svar með nafni og kennitölu á: skylmingafelag@gmail.com

 

Þriðjudagur og fimmtudagur:

18:00 – 19:30              Byrjendur / Framhald 14+

BB.JPG

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur

Byrjendur og Framhald 7-13 ára

Beginner Fencing Course for children 7-13 years old

Byrjendur / Framhald 7-13 ára

 

Haustönnin er frá 23. ágúst og fram til 22. desember og kostar 30.000 kr. (æfingagjald: 28.000 kr. + félagsgjald : 2.000 kr.)

Systkinaafsláttur er 10% á öll börn þegar greitt er fyrir tvö börn eða fleiri.

Hægt er að fá lánaðan allan búnað frá Skylmingafélaginu til að byrja með.

Félagsgjald er varið til kaupa á skylmingaútbúnaði, sérstaklega fyrir unga skylmingamenn og standa straum af kostnaði við mót. 

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, vinsamlega sendið svar með nafni og kennitölu á: skylmingafelag@gmail.com

 

Mánudagur og miðvikudagur:

17:00 – 18:00              Byrjendur / Framhald 7-13 ára

Capture.JPG

Hauststarf Skylmingafélags Reykjavíkur

Námskeið Haust 2021

Skylminganámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Bæði kyn frá 4 ára aldri. Skylmingar eru mjög skemmtileg íþrótt bæði fyrir stelpur og stráka. Því hvetjum við stelpur sérstaklega til að skrá sig.

 

---)------ Skylmingaskóli fyrir 4-6 ára / Fencing School for children 4-6 years old

---)------ Byrjendur 7-13 ára / Beginner Course for children 7-13 years old

---)------ Byrjendur 14+ / Beginner Course for youth and adults

SFR.gif

Reykjavik International Games 2021

SUMAR 2021

Skylminga- og leikjanámskeið / Fencing and Recreation Course for children

Skylminga- og leikjanámskeið SFR er fyrir krakka á aldrinum 7 – 12 ára sem hafa gaman af íþróttum og útivist. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði skylmingaíþróttarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að námskeiðið sé fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt og við nýtum okkur frábæra staðsetningu í Laugardalnum. Farið verður í fjölbreytta og skemmtilega leiki, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, í sund í Laugardalslaug.

Wave
fb41bec2-e2ce-4a97-8c5e-b625203576a7_RIG

Reykjavik International Games 2021

30. janúar                            RIG 2021

Þann 30. janúar verður haldið alþjóðamót í skylmingum með höggsverði fyrir karla og konur í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. Keppnin er hluti af  "Reykjavik International Games 2021". Auk þess verður haldin keppni fyrir unglinga.

Marble Surface
2021-01_innritun_1.jpg

Vorstarf Skylmingafélags Reykjavíkur

Námskeið Vor 2021

Skylminganámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Bæði kyn frá 4 ára aldri. Skylmingar eru mjög skemmtileg íþrótt bæði fyrir stelpur og stráka. Því hvetjum við stelpur sérstaklega til að skrá sig.

 

---)------ Skylmingaskóli fyrir 4-6 ára / Fencing School for children 4-6 years old

---)------ Byrjendur 7-13 ára / Beginner Course for children 7-13 years old

---)------ Byrjendur 14+ / Beginner Course for youth and adults

Shadow on Concrete Wall
33_1.jpg

Jól 2020

Gleðilega Hátíð!

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár!

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári!

Jólakveðja, Skylmingafélag Reykjavíkur

Sækja PDF

11.8.2020

Námskeið Haust 2020

Skylminganámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Bæði kyn frá 6 ára aldri. Skylmingar eru mjög skemmtileg íþrótt bæði fyrir stelpur og stráka. Því hvetjum við stelpur sérstaklega til að skrá sig.

 

---)------         Byrjendur 7-13 ára   Beginner Course for children 7-13 years old

---)------         Byrjendur 14+         Beginner Course for youth and adults

---)------         Keppnishópur 8-13 ára / Afreks- og fullorðinshópur

13.5.2020

---)---- SUMAR 2020 ----(---

Skylminga- og leikjanámskeið / Fencing and Recreation Course for children

1.5.2020

---)------ Barna- og unglingastarf SFR hefst 4. maí n.k. ------

Æfingar verða með venjulegu sniði.  Við ætlum líka að gefa öllum SFR-krökkum kost á nokkrum aukaæfingum í maí, og svo lengjum við tímabilið um a.m.k. eina viku í júní.

16.12.2019

Andri Nikolaysson Mateev vann það afrek að verða Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í karlaflokki, liðakeppni og í flokki 20 ára og yngri. Þetta er fjórða árið í röð sem Andri vinnur meistaratitla í flokki U20 (20 ára og yngri) og í Opnum flokki.

1 / 1

Please reload

Tenglar
Hnappur viðbragsáætlun_edited.jpg
Heimilisfang

Skylmingamiðstöð í Laugardal Laugardalsvelli, 104 Reykjavík

Farsími 898 0533

  • w-facebook
  • White Instagram Icon
  • Twitter Clean
  • White YouTube Icon
  • w-googleplus

© 2016 by Skylmingafélag Reykjavíkur. Proudly created with Wix.com

bottom of page